Interstate VAN IVT-1

Interstate VAN IVT-1 dekkið er einstaklega sterkt sendibíladekk þar sem sameinast góð ending og aksturseiginleikar, grip og þægindi. VAN IVT-1 dekkin eru með breiðan snertiflöt og hátt burðarþol og ná góðu gripi á blautum vegum.

Interstate VAN IVT-1 dekkið er mjög hljóðlátt enda hannað með ISST lághljóðs tækninni sem tæknimenn Interstate hafa tileinkað sér í sinni framleiðslu. Með SILICA íblöndunarefninu ertu öruggur með gott grip á blautum vegum og minni hemlunarvegalengd.
Ef þig vantar ódýrt, öruggt og endingargott dekk í sumaraksturinn á sendibílnum þá er Interstate VAN IVT-1 einmitt dekkið fyrir þig.