Hjólbarðaþjónusta, Er kominn tími á dekkin ?
Láttu okkur þá skipta um dekkin undir bílnum þínum.

Ert þú búinn að skoða vetrardekkin þín, er nægileg mynsturdýpt í þeim ?, 3mm að lámarki !

Láttu okkur mæla mynstrið og meta dekkin fyrir þig.

Við bjóðum þér vandaða Continental, Mastercraft, Hankook, Kingstar,Nankang, Nexen, GT Radial, BKT, Rapid, Sagitar, Toyo, Pirelli, BFGoodrich, Maxxis, Interstate, Arctic Claw, Bridgestone, Nokian, Michelin, Cooper, Kumho, Sailun, Minerva, Avalanche, Hercules, GoodYear, Winterforce, Sava o.fl. á Reykjavíkur verði.

Við útvegum einnig önnur dekk á hagstæðum verðum. (Með hverju nýju dekki sem keypt er hjá okkur færðu frían ventil með).

Allar helstu stærðir til á lager.
Mikið úrval af slöngum og öðru tilheyrandi.

Sýndu fyrirhyggju og vertu meðvitaður um öryggið.

Þú getur auðveldlega lengt endingartíma dekkjanna og um leið tryggt þér öruggari akstur.
Rangur loftþrýstingur, vitlaust jafnvægi og lélegir demparar stytta endingu dekkjanna verulega ásamt því að bíllinn verður mun varasamari í akstri.
Kannaðu því reglulega loftþrýstinginn.
Athugaðu ástand á dempurum.
Hugaðu að jafnvægisstillingunni.
Beyglaðar eða skemmdar felgur eyðileggja dekkin.
Ellegar komdu til okkar á Hjólbarðaverkstæði Ísafjarðar og láttu fagmanninn kanna ástandið.

Eru dekkin slitin? 
Ef munstrið er minna en 3mm teljast dekkin beinlínis stórhættuleg. 
Hafðu öryggið í fyrirrúmi og endurnýjaðu slitin dekk.

(A.T.H. Flest vetrardekk eru með stefnuvirkt munstur. Gætið þess að snúa dekkjunum rétt undir bílnum.)

Við ráðleggum ykkur af reynslu og frásögnum annara.

Tilkeyrsla vetrardekkja
Mundu að keyra nýju vetrardekkin varlega, fyrstu 1000 km fyrir nagladekk og fyrstu 500-1000 km fyrir ónegld dekk.

Grip
Gæði þeirra fáu fersentímetra dekkjana sem snerta undirlagið skipta höfuðmáli fyrir gripið við hröðun og hemlun.

Athugaðu loftþrýstinginn oft!
Rangur loftþrýstingur veldur því að dekkið slitnar fyrr, lengri hemlun og aukinni hættu á að missa stjórn á bílnum. Allt að 1-5psi meiri þrýsting getur þurft í vetrardekk, vegna mýktar dekkjana.

Kannið verðið í heimabyggð.

Með kveðju
Hjólbarðaverkstæðis Ísafjarðar ehf (Bílaverið).