PIRELLI WINTER SOTTOZERO3

PIRELLI Winter SottoZero3 dekkið er frábært akstursdekk og grípur einstaklega vel í akstri í snjó og erfiðu vetrarfæri. PIRELLI Winter SottoZero3 hefur verið hannað til að sameina sem best virkni í snjó og slabbi en það er einmitt eitt af því helsta sem vetrardekk á Íslandi þarf að hafa.

Þetta hefur tæknimönnum PIRELLI tekist vel enda dekkið með frábært grip í snjó og losar sig einstaklega vel í slabbi og krapa. SottoZero3 dekkið er einstaklega vel flipaskorið (Míkróskorið) dekk með frábæra aksturseiginleika og stýringu enda hannað með bestu og öflugustu bílana á markaðinum í huga. Að auki býr SottoZero3 yfir frábæru hemlunargripi og aksturseiginleikum á blautum og þurrum vegum. Í alla staði einn öruggasti barðinn sem völ er á í vetrarófærðina og vetrarakstur. Ef þú átt öflugan bíl eða jeppling og ert að leita að frábæru vetrardekki sem grípur fast í snjóþunga vetrarvegi og er með mjög gott bleytugrip en er í leiðinni endingargott með einstaka aksturseiginleika þá er PIRELLI Winter SottoZero3 einmitt dekkið fyrir þig.

Á skýringamyndinni fyrir neðan má sjá þær einkunnir sem PIRELLI gefur dekkjunum.

PIRELLI Winter SottoZero3 dekkin hafa fengið mjög góða dóma í blaðakönnunum.
• 1. Auto Bild 10.13 – Fyrsta sæti (Ranked First).
• 2. Auto Motor und Sport 09.13 – Annað sæti (Ranked second).
• 3. Sport Auto 11.13 – Þriðja sæti (Ranked third).
• 4. Auto Bild 10.14 – Til fyrirmyndar ( Exemplary).
Nánari upplýsingar er að finna á :
http://www.pirelli.com/tyre/ww/en/car/sheet/winter_sottozero_serie3.html#!/sheet/results