PIRELLI WINTER SNOWCONTROL S3

SnowControl S3 dekkið er mjög stöðugt akstursdekk og grípur einstaklega vel í akstursátaki í snjó. Við hönnun á SnowControl S3 hefur verið lögð áhersla á að sameina tvo stóra kosti sem vetrardekk á norðurslóðum þarf að hafa en það er virkni í snjó og bleytu.

Þetta hefur tæknimönnum PIRELLI tekist vel enda dekkið með frábært grip í snjó og losar sig einstaklega vel í vatni og krapa. SnowControl S3 dekkið er flipaskorið (Míkróskorið) dekk með frábæra aksturseiginleika og stýringu ásamt mjög góðu hemlunargripi og aksturseiginleikum á blautum vegum. Í alla staði öruggur barði í snjóþunga vetrarófærðina.
Ef þú ert að leita að frábæru dekki sem grípur fast í snjóþunga vetrarvegi, er með mikið og gott bleytugrip, er endingargott með frábæra aksturseiginleika þá er PIRELLI Snowcontrol S3 einmitt dekkið fyrir þig.

Á skýringamyndinni fyrir neðan má sjá þær einkunnir sem PIRELLI gefur dekkjunum. PIRELLI Winter SnowControl S3 dekkin hafa fengið mjög góða dóma í blaðakönnunum.

1. Auto Bild 09.13 – Fyrsta sæti (Ranked #1).
2. Teknikens Varld 09.13 – Fyrsta sæti (Ranked #1).
3. Auto Bild 09.13 – Fyrsta sæti (Ranked #1).

Nánari upplýsingar er að finna á :
http://www.pirelli.com/tyres/en-gb/car/find-your-tyres/products-sheet/winter-snowcontrol-serie3#/test-results